Lokuð skel
12.18.2008
Matthías Johannessen in Ljóð

Lokuð

skel

 

Í náttúrunni eru engar reglur,

því eru þessar reglur fyrir mig

 

í bátnum þínum eru engar neglur,

því eru þessar neglur fyrir þig.

 

þannig er lífið leyndardómur og spurn,

lævís grunur undir harðri skurn.

Article originally appeared on Matthías Johannessen rithöfundur (http://matthias.is/).
See website for complete article licensing information.