Dagbók árið 1990
02.11.2008
Matthías Johannessen

19. janúar 1990

Þorsteinn Pálsson segist í samtali við okkur Styrmi vera að velta fyrir sér stöðu sinni, m.a. í tengslum við aðra flokka og telur að þeir geti hugsað sér að vinna með Davíð Oddssyni, þótt þeir hafni honum. Nefndi þann möguleika að Davíð myndaði stjórn eftir kosningar og hann ætti þá sjálfur sæti í slíkri stjórn.

Við Styrmir töldum þetta fráleitan kost.

Það væri aðeins rúm fyrir einn kóng í hverjum flokki. Og bentum á aðild Framsóknar á sínum tíma að ríkisstjórn, án forystu Hermanns Jónassonar.

Það hefði ekki kunnað góðri lukku að stýra(!)

áfram >>

 

Article originally appeared on Matthías Johannessen rithöfundur (http://matthias.is/).
See website for complete article licensing information.