Á vígvelli siðmenningar V.
07.11.2008
Matthías Johannessen
mynd.jpg

 

Af
bjálfum
og beinakerlingum


1.
Nú er svo komið að ég get ekki orða bundizt vegna síðustu Baugsgreinar Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu.Hún er að vísu ósannindavaðall og gömul klissja. Dómsmálaráðherra kallar hana bjálfalegustu grein sem Hallgrímur hefur skrifað – og er þá mikið sagt !! Björn Bjarnason segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi,að sjálfsögðu  undir stjórn Haralds, “sinnt öllum sínum skyldum í flóknum og erfiðum málum “.
Auk þess hefur embættið staðizt stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar með miklum ágætum og endurheimt stórfé ríkinu til handa vegna skattarannsókna efnahagsbrotadeildar undanfarin 10 ár. Skyldu þær rannsóknir ekki hafa skilað í ríkissjóð hundruðum milljóna, kannski meiru.  Hvernig væri að fjármálaráðuneytið birti þær fjárhæðir.

Og einnig upplýsingar um hverju rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á Baugsfélögunum og einstaklingum á þeirra vegum hefur þegar skilað ríkissjóði í formi endurákvarðana opinberra gjalda og viðurlaga vegna skattaundanskota. Fróðlegt væri að vita hversu mörg Baugsfélög og einstaklingar ættu þar hlut að máli.
Þessum málum er öllum lokið í skattkerfinu svo unnt er að upplýsa almenning um þau, þó ekki væri til annars  en segja þjóðinni hvað Baugsrannsókn  ríkislögreglustjóra hefur þegar skilað háum fjárhæðum í ríkissjóð?  

Hvernig væri að stjórnmálamenn sem hæst láta óski eftir upplysingum um þessar fjárhæðir og birti þær opinberlega, þeir sem fullyrða að eftirtekja rannsóknar ríkislögreglustjóra hafi verið rýr.
Þessar tölur eru til.
Skipta þær kannski milljónahundruðum? ´
Getur fjármálaráðuneytið ekki upplýst okkur um þessa fjárhæð? Nær þöggun Baugsmiðlanna einnig inn í fjármálaráðuneytið?  Eru árásir DV á Árna Mathíesen kannski liður í  einhverjum hótunum ?

Svo er enn eitt mál, meint skattsvikamál, til meðferðar hjá Rúnari Guðjónssyni, settum ríkislögreglustjóra og Helga Magnúsi Gunnarssyni, saksóknara efnahagsbrotadeildar.
En því máli er ólokið.


2.

Eitt atriði sýnir í hnotskorn hvernig höfundur fyrrnefndrar greinar stendur að málflutningi sínum.
Mér er málið skylt sem gömlum ritstjóra Morgunblaðsins og finnst rétt að sannleikurinn sé sagður, úr því sem komið er.

Í grein Hallgríms segir að Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn hafi gengið í það að leggja landsprófið niður,þegar Haraldur  féll á prófinu ! Nú eru um fjörutíu ár síðan,en Haraldur var 15 ára,þegar hann vegna skyndilegs andláts í fjölskyldu okkar hætti við landsprófið í miðju prófi,en tók það síðar. Til þessa hefur skýringin verið einkamál fjölskyldu okkar.

Annað gerðist ekki og kom hvorki Morgunblaðinu né  Sjálfstæðisflokknum við. En hundstungan  er næm og í þessu tilfelli er hún að sleikja upp  álygar sem reynt var að nota gegn mér fyrir nær hálfri öld,því að Alþýðublaðið kastaði þessari lygaþvælu fram á sínum tíma til að koma á mig höggi,þegar  Morgunblaðið var í miðri baráttu til að endurbæta fræðslukerfið og þar með landsprófið.
Með miklum og góðum árangri.

En þá voru svona neðanbeltishögg notuð,ef því var að skipta, eins og í dag.

Gegn mengun hugarfarsins eru fá , góð ráð,því rógurinn lifir ekki án endurtekninga.

Og nú eftir allan þennan tíma kemur alkunn kjaftakerling , Hallgrímur Helgason, á snærum Baugs og vegur í sama knérunn.
Síðan er þvælan endurtekin í öllum fjölmiðlum Baugs, fyrst í Fréttablaðinu, síðan visir.is og loks á dv.is !!

Semsagt,rógur í skjóli auðvalds

Við áttum marga  merka bandamenn í þessu fræðslustríði á sínum tíma,Jóhann S. Hannesson skólastjóra og Kristján J Gunnarsson fræðslumálastjóra svo ég nefni einungis tvo, og  að því kom eftir harða baráttu að grundvallarbreytingar voru gerðar á  skólakerfi landsins.
En aldrei datt mér í hug að  gamlar álygar yrðu notaðar gegn syni mínum alsaklausum áratugum síðar.

Lítilla sanda, lítilla sæva , lítil eru geð guma , segir í Hávamálum og augljóst við hverja er átt.
Þá sem eru smáir í sniðum og lítilfjörlegir og eru sífelldlega að falla í  hörðum skóla lífsins.

 áfram >>


Article originally appeared on Matthías Johannessen rithöfundur (http://matthias.is/).
See website for complete article licensing information.