Þar sem guð varð til
01.16.2009
Matthías Johannessen in Ljóð

1.

Hamas,hisbóla

alkaíta,

 

hvað segja þessi

framandlegu orð ?

 

Að dauðinn

sé dýrmætari en lífið

 

að lífið

sé dýrmætast í dauðanum

 

að dauðinn

sé guði þóknanlegri

en lífið ?

 

Að helvíti sé í nánd ?

 

Nei,spyrjum ekki

óþægilegra spurninga,

 

það vekur tortryggni.

 

2.

Þeir herja á börnin

í Gasa,skjóta hendur

og fætur

af börnunum í Gasa

eins og óvitar slíti

vængi

af varnarlausum

flugum.

Article originally appeared on Matthías Johannessen rithöfundur (http://matthias.is/).
See website for complete article licensing information.