(Ort vegna greinar Eiríks Guðmundssonar í Fréttablaðinu 3.1. ´09)
Hvers vegna skyldu þeir ekki
mega vera ríkir,
ef þeir láta okkur í friði ?
Hvers vegna skyldu þeir ekki
mega spinna sinn vef eins og kóngulær,
ef þeir láta okkur í friði ?
Hvers vegna skyldu þeir ekki
mega hlusta á Elton John
ef þeir láta okkur í friði?
Hvers vegna skyldu þeir ekki
mega fá útflutningsverðlaun forsetans,
ef þeir láta okkur í friði ?
Hvers vegna skyldu þeir ekki
mega viðra sig á Bessastöðum,
ef þeir láta okkur í friði ?
Hvers vegna skyldu þeir ekki
mega gefa ölmusur,
ef þeir láta okkur í friði ?
Hvers vegna skyldu þeir ekki
mega leika sér á excel.
ef þeir láta okkur í friði ?
Hvers vegna skyldu þeir ekki
mega blóta sína guði,
ef þeir láta okkur í friði ?
Hvers vegna skyldu þeir ekki
mega telja hlutabréfin sín,
ef þeir láta okkur í friði ?
Hvers vegna mega þeir ekki
möndla við bókhaldið,
ef þeir láta okkur í friði ?
Hvers vegna skyldu þeir ekki
mega verða gjaldþrota,
ef þeir láta okkur í friði ?
---
En vildum við að þeir
létu okkur í friði?
Spyrjum leigupennana,spyrjum
Mæðrastyrksnefnd,
spyrjum Elton John !