Á vígvelli siðmenningar VIII.
02.3.2009
Matthías Johannessen

Býsnavetur hinn síðari

 

 1.)

Það er rétt,hjartað segir við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið,en heilinn er á öðru máli,eða eigum við frekar að segja hann sé í meiri vafa.Annað sem tengist þessu er sú skoðun mín,að menn fari villir vegar ,þegar þeir beina spjótum sínum að þeim sem afhentu frelsi í viðskiptum og leyfðu frjálsræði þar sem áður voru höft og ófrelsi,en horfa helzt framhjá þeim sem misnotuðu þetta sama frelsi og komu óorði á það.

 

Mín kynslóð er alin upp í konungsríki og þannig minnist ég bernsku minnar. Allt samband okkar við umheiminn voru skipaferðir milli Danmerkur og Íslands og tilhlökkun hverrar viku dönsku blöðin Hjemmet og Familiejournal sem komu með teiknimyndasögurnar.Ein helzta persónan var kafteinn Womb og þegar ömmusystir mín sýndi mér mynd af  föður sínum ,Lárusi sýslumanni langafa mínum , sá ég ekki betur en þar væri þessi sami kapteinn kominn ljóslifandi.Og ég velti því fyrir mér hvernig stæði á því að kapteinn Womb væri langafi minn .

Svo sterk voru þessi dönsku áhrif !

áfram >>

Article originally appeared on Matthías Johannessen rithöfundur (http://matthias.is/).
See website for complete article licensing information.