Á vígvelli siðmenningar IX.
04.6.2009
Matthías Johannessen

Hvítflibbar og hrunadans

  

            “ Sama mýta,sífelldlega endurtekin, eignaðist eigið líf.. “Þrjú hundruð

 og sjötíu lygar verða að sannleika “sagði Huxley í Brave New World.

Ég lifi ekki í neinum blekkingum.Ein manneskja getur ekki stöðvað

flóðbylgju !...

Vegið hefur verið að heiðri mínum og efazt um heiðarleika minn...”

 Eva Joly

 

1.

Það er fróðlegt að lesa bók Evu Joly um svindl og mútuþægni sem tengd var olíurisa í Frakklandi og pólitískri spillingu þar í landi.Hún fjallar um þann tíma þegar franskur almenningur vaknaði upp við vondan draum sem breyttist í þann veruleika, að hinir útvöldu voru staðnir að glæpsamlegu athæfi.Nú hefur hún verið ráðin sérfræðingur vegna bankahrunsins hér heima og því er saga hennar og barátta nærtækt umhugsunarefni.

Af þeim sökum hef ég tekið saman þessa lokagrein mína um útrásina svokölluðu,en hana mætti alveg eins kalla innrásina í sparifé landsmanna.

áfram >>

Article originally appeared on Matthías Johannessen rithöfundur (http://matthias.is/).
See website for complete article licensing information.