The email sent will contain a link to this article, the article title, and an article excerpt (if available). For security reasons, your IP address will also be included in the sent email.
Sá dagur var ei draumsjón köld og ber
sem dyra knúði og spurði eftir mér,
hann var mín gæfa, veröld fersk og ný
sem vor í skafli, moldin dökk og hlý.
Þú varst sá dagur, ung með augu brún
og yl sem fari sunnangola um tún,
og grasið var mín unga ást til þín.
Ég er þitt ljóð og þú ert stúlkan mín.
Úr þvalri jörð mun þiðna krapamor
og þá mun aftur koma túngrænt vor
með sumarbros og sólskinslokk um kinn.
Mín sól ert þú og ég er skuggi þinn.