Á þessari vefsíðu hyggst ég birta valda texta úr verkum mínum, dagbókarbrot, ljóð og annað sem til fellur. Hægt er að nálgast heilu ritverkin á síðunni; einnig er hægt að nálgast verk eftir mig á Skólavefnum, bæði ritverk og upplestur.

 

Rétt er að vekja athygli á því að þar sem ég fjalla um menn og málefni hef ég reynt að fylgja eigin sannfæringu og því sem ég veit réttast.

 

Ritþing Matthíasar er unnið af segulbandsupptöku og hefur ekki áður birzt. Þess má þá einnig geta að töluvert af því sem hér mun birtast hefur ekki heldur áður komið á prenti og á það t.a.m. bæði við um ljóð og alla dagbókina frá 1955 - 1970.

 

Matthías Johannessen