Á vígvelli siðmenningar VI.
Nú mun hún sökkvast, okt.'08
Völuspá
...Hvort er það líf samt leiftur eða grátur
sem lifað er á hafsins yztu nöfhvort er það líf sem spónabrotinn bátur
og brestur dauðans enn við nyrztu höf,hvort er það nýrra tíma tízkuhlátur
og tálsýn enn við kalda vota gröfhvort er þinn hugur leikur brims við boða,
brimsalt haf eða lognhvít klettafroða?.,....
...Hvort breiðir út faðminn mót Fróni sú mammonsgóða
framtíð sem nú er hvarvetna að allra dómi
efst á baugi í baráttu smæstu þjóða
við basl og örbirgð,
virðing okkar og sómi
er vandasöm fylgd við fjármagn og ofsagróða
þegar fegurð asksins er líkust deyjandi hjómiog níðhöggs tennur nærast þar við rót
sem nýöld mammons fremur sín heiðnu blót......
...En akurinn bleiki ber okkur ilm af degi
sem breiðir út faðm mót þjóð á villigötum,það er undarleg birta og enginn sérstakur tregi
á þeim óvissu leiðum sem við í blindni rötumþví það er um þetta eins og veglausa vegi
að væntingin saknar einskis af því sem við glötumþví hún er bundin við baslið í okkur sjálfum,
þennan brothætta mun á sterkum vilja og hálfum....Hrunadansinn, 2005
Land,1
Land mitt
gömul minning,ég á flótta
undan minningu..
Land,2
Land mitt
draumur sólar
við jökul,nú martröð.
Land,3
Land mitt
kalið í rót,dró að sér
flugur
unz frysti við rót.
Land,4
Land mitt
haustfölur máni,glottir.
Land,5
Land mitt
eyðibýli,göngum
á sauðskiinnsskóm
eftir fjárlausum
götumyfir hjarnhvítar
heiðar.
Land,6
Land mitt
sæluhúslaus
Fróðárheiði,vindsár
undir svipuhöggum
Hreggnasa.
Land,7
Land mitt
einmana risi,kallar hann okkur
eitt af öðruinní Lómagnúp tímans.
Land,8
Land mitt,
mitt einmana
landsenn kemur sólskinsblettur
í heiði,koma vorgræn
gröskemur lauf
senn rís hún aftur
jörðin.
1.
Nú þegar íslenzka efnahagsundrið er orðið að efnahagsviðundri eins og Egill Helgason ku hafa sagt svo hnyttilega finnst mér ekki úr vegi að vitna í nokkur atriði sem um það fjalla í greinaflokki mínum Á vígvelli siðmenningar og þá einungis til þess að minna á,hvað í raun og veru gerðist þegar íslenzka efnahafgskerfið hrundi og dansinn í Hruna er á enda.Veizlunni lokið,peningarnir horfnir til útlanda og ekkert eftir í pípuhatti þotuliðsins nema gamla kanínan,margnotaða.
Þeir voru kallaðir útrásarvíkingarnir og fengu útflutningsverðlaun forsetans.Fyrir hvað,að selja íslenzkar vörur?Nei ,fyrir að flytja út eignir og sparifé fólksins í landinu og kaupa tuskubúðir erlendis.Fóru með höndina inní gin úlfsins og misstu hana.
Fengu milljarðalán í íslenzkum bönkum og ógnuðu umhverfinu.Reka fjölmiðla og vega að ímynduðum andstæðingum,einkum í DV,en þó einnig víðar.
Fóru í hlutverk dönsku selstöðukaupmannanna og tæmdu bankana sem nú eru eins og gömul minnismerki,hrundir kastalar.
Og heyra sögunni til.
Um þetta hef ég verið að skrifa hér á síðunni undan farin misseri eins og lesendur vita og nú ástæða til að rifja það upp.
Búið var að tæma sjóði Icelandair og flytja úr landi og mátti þakka fyrir að þetta hvað mikilvægasta fyrirtæki landsins hélt velli.Og spjarar sig vel eins og sjá má af síðustu fréttatilkynningu félagsins sem nú er að græða einhverja milljarða.
Örlög þess sýna þó að íslenzka ríkið verður að ábyrgjast jafn miðlæg fyrirtæki í þjóðlífi Íslendinga.Það á einnig við um bankana og kemur markaðsstefnu ekkert við.Ævintýramenn geta ekki kastað á milli sín fjöregginu eins og skessurnar forðum,án eftirlits.
Í þessum hamagangi öllum þjónar ritstjóri DV,Reynir Traustason ( og eigendurnir í kringum hann) ,hagsmunum sínum og telur þessa blekkingu nýja blaðamennsku !! Bankarán Davíðs Oddssonar,hrópaði DV,þegar eigendur Glitnis báðu um hjálp !
Hvaðan skyldi þetta bergmál hafa komið ?!
Kauþing,það er önnur saga.Það er brezkt hneyksli og ofbeldi,hvað sem aðdragandanum líður.Þar var fyrirtæki sett á hausinn sem átti fyrir skuldum,að sagt er.
Þar fór handleggur í gin brezka ljónsins.
Og þó var háskasamlegast hvernig Brown forsætisráðherra talaði um þjóðargjaldþrot Íslendinga á örlagastund,það hefur kostað okkur blóð og svita.Kannski dulin hefnd fyrir þorskastríðin,ég veit það ekki.
Ég var í Bandaríkjunum þegar þorskblokkin lækkaði um 2 sent og sendi frétt um það í Morgunblaðið.Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra,var fljótur að skilja hættuna og varaði við henni,mig minnir þegar í stað í Reykjavíkurbréfi.Enginn var honum fremri,þegar grípa þurfti til pólitískra úrræða.
En kreppan skall á.
Fyrst við lifðum þetta áhlaup af , þetta högg að rótum íslenzks efnahagslífs, þá hljótum við að gera það einnig nú. Ég minnist þess ekki að neinn talaði um ríkisgjaldþrot 1967,kannski var það vegna þess að bankarnir voru í ríkiseigu og nutu mikils trausts útlendra skjólstæðinga sinna,enda var þeim stýrt af varkárni og ihaldssemi.Nú hafa þeir verið í einkaeign og traustið augsýnilega ekki að sama skapi og áður,því miður.Aldrei hefðu gömlu karlarnir lánað ævintýramönnum milljarðahundruð til að slá um sig í innantómum tízkuheimi. Þeir hugsuðu um annað en áhættur sem gætu komið þjóðinni á kaldan klaka.
Þeir höfðu torfbæjamenningu í blóðinu eins og henni er lýst í málverkum Gunnlaugs Schevings.
Þegar bandarískur þingmaður var að því spurður hvort hann ætlaði ekki að greiða atkvæði með björgunarleið Bush forseta, svaraði hann því til að hann vildi varðveita skattpeninga fólksins.
Nei,þetta er sósíalismi, sagði hann, þetta er óamerísk leið.Ég mun ekkert gera til að bjarga " the crooks " !
Ég lái honum ekki,en svo var björgunin keyrð í gegnum þingið til að vernda fasteignir fólksins
Slík björgunarleið hefur einnig verið farin hér heima,en enginn veit hvort hún dugar.Forráðamenn ríkisins hafa að mér sýnist staðið sig vel í brimgarðinum,án þess ég tali um aðdragandann.
Nú er lag,sögðu karlarnir í Stokkseyrarfjöru og komust oftast í gegnum boðana.
En stundum urðu slys..