« Framtíðarsýn fundastjórans. | Main | Saknaðarljóð Dalís »
fimmtudagur
des.182008

Kristján  fjallaskáld

 

Kristján

fjallaskáld

 

Skorti í senn trú

til að lifa og trú

til að deyja

Matthías Viðar,Dimmir dagar

 

 

Þitt líf var aðeins ógn og brotinn reyr

og ótal vindar blésu við það strá,

svo myrkvast sólin , menguð jörðin deyr

sem morgundögg við grös og brýndan ljá,

 

en samt var lífið sól og vor í bland

og söngur fugls við himinbláa von

og samt var eitthvað yndælt við það land

sem áðurfyr var kallað gamla frón.

 

En tíminn líður,eitt er alveg víst

að ósinn bíður, líf þitt týndist þar

sem líf þitt þráði ei og allra sízt

og ekkert meir en það sem fyrrum var,

 

því allt var þetta ekkert sem þú vildir

og ennþá síður skildir.