« Farsælt ár | Main | Lokuð skel »
fimmtudagur
des.182008

Á vígvelli siðmenningar VII.

Á vígvelli siðmenningar VII.

 

Nokkrar athugasemdir :


1) 
Ein ánægjulegasta nýja fréttin er sú , að samkv. glænýrri skoðanakönnun trúir nánast enginn orði af því sem stendur í DV.

2) 
Davíð Oddson getur ekki hætt þáttöku í opinberu lífi,því þá mundi Spaugsstofan deyja.Og þjóðin vill ekki missa sína Spaugsstofu !


3) 
Minn gamli kollega , Styrmir Gunnarsson,skrifaði óvænt grein á netið um
Sjálfstæðisflokkinn og fjallaði m.a. um. afstöðuna til Ervrópusambandsins.Hann minntist aðeins á Davíð og að góðu einu.
Fjöldi bloggara lét ljós sitt skína og brást við með hinum undarlegasta hætti.Talaði vart um neitt annað en Davíð !!
Mest eru þetta nafnlausar upphrópanir í stíl hundingja og götustráka og því marklausar,en sýna þó því miður að undir áferðargóðu yfirborði fræðslukerfisins leynist andlegt fátækrahverfi sem ég óttast gæti orðið mesta ógnin við framtíð okkar

 

Áfram >>