« Á vígvelli siðmenningar IV. | Main | Dagbók árið 1995 (fyrri hluti) »
mánudagur
apr.212008

Dagbók árið 1995 (síðari hluti)

20. júní – þriðjudagur

Okkur Styrmi greinir sjaldan á, eiginlega aldrei. Og þó vorum við í kvöld ekki sömu skoðunar um birtingu á gagnrýni brezkra blaða um söng Kristjáns Jóhannssonar í Grímudansleik Verdis í Covent Garden í London.

Ég sagði að við mundum ekki birta neinn dóm ef okkur bærist einungis ein niðursallandi grein, því að við vissum að fleiri greinar hefðu birzt í brezkum blöðum og það væri ræfildómur af okkur að birta ekki alla dómana á morgun.

En við fengum ekki nema einn dóm, hann er eftir Andrew Porter, gagnrýnanda The Observer.

Ég leit á þennan dóm og sá í hendi mér að hann var bæði neikvæður og jákvæður og var því þeirrar skoðunar að það mætti birta hann einan.

áfram >>