Á vígvelli siðmenningar IV.
1. kafli
Jæja,þá liggur Baugsdómurinn fyrir. Og niðurstaðan kemur ekki á óvart,óhjákvæmilegt að rannsaka málið,þegar það var kært upphaflega. Almenningshlutafélögin verða betur varin fyrir allskyns peningamöndli hins gráðuga auðvalds en áður var.
Og slegið á puttana á þeim sem halda þeir eigi peninga annars fólks. Og svo verða menn að fara að lögum,jafnvel auðmenn!
Þótt ekki séu allir sammála um það.
En það sem vakti mesta athygli mína,auk fangelsisdómanna (sjá þá á heimasíðu hæstaréttar ), er sú niðurstaða réttarins að ýmsar lánveitingar Baugs til ráðandi hluthafa eða félaga í þeirra eigu hafi verið ólögmætar, en fyrntar vegna niðurstöðu héraðsdóms. Af þeim sökum vildi Páll Hreiunsson hæstaréttardómari senda þann þátt málsins aftur í hérað og láta á það reyna,því það þyrfti ekki endilega að vera lokaorðið,þar sem um fangelsisdóm hefði getað verið að ræða og slíkt fyrnist ekki. Ef þetta voru mistök,voru þau framin í héraðsdómi.