« Harmljóð útrásarvíkings | Main | Kristján fjallaskáld »
föstudagur
jan.162009

Framtíðarsýn fundastjórans

Hér stend ég einn og egni öngul minn

á öllum þessum fundum sem ég stjórna,

samt gerist ekkert, allir hugsa um sinn

auma hag og skuldir sinna fórna.

 

Ekkert gerist,enginn segir neitt,

allir flýja brott af þessu sviði,

að vísu hefur enginn annan meitt

því allir hverfa burt í spekt og friði.

 

En jörðin rís og framtíð fersk og ný

mun fagna mér og styðja á allar lundir,

því ég mun áfram reyna að ráða því

sem ráðaleysið megnar nú um stundir.