mánudagur
jan.192009
Tygg eg söl, segir hún (Egla)
Uppfært: 01.19.2009
Örlögin höggva að hjarta mínu
hamslaust og stórt,
hvar er allt sem áður var
svo yndælt og bjart ?
Lífið er eins og lítil stúlka
á ljósbláum kjól.
hleypur frjáls að framtíð sinni
með fagnandi sól.
En skuggar fylgja,bregður birtu
og býsnir undir haust ,
lífið býður ekki uppá
annan betri kost.
Nú er höggvið stórt og stöðugt,
stenzt ég þessa raun ?
Sár mín ber ég eins og Egill
og oftastnær á laun.
----
Bíð og ligg í lokrekkjunni
en löng er dvölin,
hver er hinzta hugarbótin
og hvar eru sölin ?