Pressan.is: Þrír íslenskir rithöfundar hljóta heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands
Á fullveldisdaginn, miðvikudaginn 1. desember nk., verður einstakur viðburður í Háskóla Íslands. Þá bjóða Íslensku- og menningardeild og Hugvísindasvið til bókmenntafagnaðar, þar sem þrír íslenskir rithöfundar - Álfrún Gunnlaugsdóttir, Matthías Johannessen ogThor Vilhjálmsson – verða sæmdir heiðursdoktorsnafnbót viðHáskóla Íslands.
Háskóli Íslands veitir þessum höfundum sinn hæsta heiður fyrir sköpunarstarf þeirra, og um leið sendir skólinn með þessum gjörningi skilaboð um mikilvægi orðsins listar og annarrar frjórrar menningarstarfsemi í íslensku samfélagi, enda gæti hann ekki staðið undir nafni sem þjóðskóli án þess að leggja rækt við íslenska menningu.
Auk sviðsforseta og deildarforseta, taka kennarar og nemendur Íslensku- og menningardeildar þátt í dagskrá athafnarinnar, sem fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands (Aðalbyggingu), kl. 13:30 til 15.