« Dagbók árið 1993 | Main | Dagbók árið 1991 »
fimmtudagur
apr.032008

Dagbók árið 1992

 Sumar – ódagssett

 

Á leið úr laxveiði.

    Í bíl
    Sunnudagssteikin
    liggur jórtrandi
    við vegarkantinn
    og tveir franskir
    ferðamenn
    með rauða bakpoka
    hjóla framhjá
    trippin við túnið
    klóra hvert öðru
    með beruðum tönnum
    og hrossagaukurinn
    hneggjar
    við toppgræn þúfubörð
    en spóarnir
    reka upp hrossahlátur
    í holtinu fyrir ofan veg
    og engu líkara
    en sumarið sé nú loksins komið.
    En þá fara þeir að lesa
    um grjóthríðina
    í Kjalnesinga sögu
    og við fylgjumst
    með útvarpssögunni
    langt aftur í aldir
    og hugur okkar nemur staðar
    við fótlausan mann
    í Hundadal
    en grjótkasið
    á veginum
    dregur athyglina frá útvarpinu.
    Og við ökum
    inní sturlungalausa
    grjóthríð.
 

22.-23. ágúst

Mig dreymir um að vera alltaf meðal fólks og helzt að fara úr einu boði í annað og vera sem oftast í kjól og hvítt og láta viðstadda dást að fálkaorðunni á brjósti mínu sem ég fékk fyrir allt að því listræna kunnáttu í nefndarstörfum og rétt sambönd þótt mín sambönd einsog sagt er fari ekki hátt einsog þær konur vita bezt sem festast í nælonneti augna minna, þessu drauganeti í sægrænu hyldýpi samkvæmissíldanna...

 

 áfram >>