« Dagbók árið 1994 | Main | Dagbók árið 1992 »
fimmtudagur
apr.032008

Dagbók árið 1993

26. janúar

Minningargrein mín um hundrað ára afmæli Valtýs Stefánssonar birtist í Morgunblaðinu,löng grein.

11. febrúar

Tveir af eigendum Árvakurs, þeir Hallgrímur Geirsson og Kristinn Björnsson komu að máli við okkur Styrmi, sögðu okkur frá ummælum Davíðs Oddssonar um Morgunblaðið; að við ritstjórar blaðsins værum orðnir vinalausir; skrifuðum okkur frá vinum okkar án þess vita af því.

Morgunblaðið væri á niðurleið eins og allar kannanir sýndu og hefði ekki traust á við ljósvakana.

Nýjar kannanir um Morgunblaðið sem sýndu annað væru hannaðar eftir pöntun!

Morgunblaðið væri kratablað, málgagn Alþýðuflokksins, og Jón Baldvin væri stjórnarformaður Árvakurs!

Davíð hefur áreiðanlega verið illa fyrirkallaður, trúi ekki öðru.

Hann er tveir menn eins og Einar Benediktsson.

Og ég get svo sem vel viðurkennt að sjálfur hef ég tilhneigingu til að vera tveir menn, jafnvel þrír og raunar merkilegt hvernig þeir rúmast í einum og sama manninum!

 

 áfram >>