« Á berangri | Main | Pressuspjallið með Árna Þórarinssyni við Matthías »
þriðjudagur
ágú.242010

Öllum aðgengilegur

Fréttablaðið hefur í slúðurdálki sem nefnist Frá degi til dags birt heimatilbúna frásögn um samtal við Ólaf Skúlason með tilvísun í dagbækur mínar og þessu fylgja jafnframt þau ósannindi að ég hafi tekið dagbækurnar af netinu og þá væntanlega í yfirhylmingarskyni. En dagbækurnar hafa verið og eru á netinu og auðvelt að nálgast þær, enda hef ég engu að leyna.

En þannig reynir Baugspressan að koma höggi á mig af alkunnum ástæðum. Ég hef að vísu lítinn áhuga á þessu tilhlaupi með myndum af okkur Ólafi, en vil benda þeim sem áhuga hafa á að lesa rétta frásögn af samtalinu við hann fyrir 12 árum, en það birtist sunnudaginn 18.janúar 1998 og er ekki annað en kæruleysisleg lýsing á einhvers konar samdrykkju !

Þeir sem vilja geta svo borið saman og séð hvernig hægt er að kokka fyrir fjölmiðla.

Með góðri kveðju til lesenda minna,
Matthías Johannessen