föstudagur
jan.162009
Saknaðarljóð Dalís
Uppfært: 01.16.2009
“Hún getur aldrei dáið”
Dalí 10.júní 1982
Gala er dáin , grundvöllurinn brostinn,
hún gekk í burt með tign sem henni ber,
ég er þá einnig ógn og dauða lostinn
og ást og gleði deyja senn í mér.
Hún var mér allt og ást mín fylgir henni
að endalokum þess sem fyrrum var,
þótt sinueldar ævi hennar brenni
í augum mínum, deyr hún líka þar.
Svo leggur dauðinn lokahendur sínar
á líf sem engum tekst að vaxa frá,
og allt er hljótt um uppákomur mínar
og allt mitt líf sem brunnið sinustrá.